HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Hjólreiðahelgi Greifans á Akureyri. 25.júlí 2016  |  Albert Jakobsson

Hjólreiðahelgi Greifans á vegum Hjólreiðafélags Akureyrar fór fram um síðastliðna helgi með tilheyrandi veisluhöldum fyrir hjólreiðafólk. Hátíðin byrjaði með 4ra gangnamótinu á föstudeginum þar sem hjólað var frá Strákagöngum við  Siglufjörð til Akureyrar eða 82 km. Metþátttaka var á mótinu en alls 122 luku keppni. Aðstæður voru hinar bestu og meðalhraði þátttakenda var góður. Í karlaflokki tóku þeir Hafsteinn HFR, Ingvar Ómarsson Tindi og Óskar Ómarsson Tindi snemma forystuna og luku keppni í hörðum endaspretti þar sem Óskar var fyrstur, Hafsteinn annar og Ingvar þriðji í mark. Í kvennaflokki tók Ágústa Edda Tindi forystu þegar um 30 km voru eftir af leiðinni. Hún hjólaði ein til marks og var öruggur sigurvegari í flokknum. Björk Tindi kom önnur í mark og Erla Sigurlaug Tindi sú þriðja. Í unglingaflokki kom Kristinn HFR inn fyrstur eftir harðan endasprett, Sæmundur HFR annar og Heiðar Snær HFR þriðji. Strákarnir stóðu sig allir frábærlega og komu inn með fyrsta hóp.

Á laugardeginum var unglingamót í götuhjólreiðum. Mættur var góður hópur úr HFR og stóðu keppendur sig mjög vel. Hjólað var frá Hrafnagili inn til Akureyrar og tilbaka um 16 km leið. Davíð var í fyrsta sæti í aldursflokknum 10-12 ára drengja og Bergdís Eva í öðru sæti í aldursflokknum 13-15 ára stúlkna. Gaman var að sjá áhugasama ungt hjólreiðafólk og ættum við að taka Akureyringa okkur til fyrirmyndar og halda götuhjólamót fyrir unga fólkið. Þá var einnig haldið krakkamót og sparkhjólamót í bænum.

Seinna sama dag var keppt í Tjarnarhringnum, criterium keppni í kringum tjörnina á Akureyri. 23 karlmenn og ein kona voru mætt til leiks í ansi blautu veðri. Óskar Ómarsson Tindi tók fljótt forystu og hjólaði einn mestan hluta keppninnar til enda, annar var Kristján Oddur Tindi og sá þriðji Kristinn Jónsson HFR. Á seinasta hring varð slys hjá fyrsta hópi þar sem nokkrir lágu í götunni og þeir Elvar Örn og Sólon Nói heimsóttu spítalann. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Í unglingaflokknum var Kristinn HFR fyrstur og Sólon kláraði keppnina annar eftir að hafa lent í slysinu.

Sunnudagurinn hófst með unglingamóti í fjallahjólreiðum í Kjarnaskógi. Yngri unglingarnir okkar mættu ferskir til leiks, alls 5 keppendur, og stóðu sig frábærlega. Breki var þriðji í aldurshópnum 10-12 ára, Matthías þriðji í aldurshópnum 13-15 ára og Davíð (12 ára) annar í sama flokki. Íris Arna var þriðja í aldurshópnum 13-15 ára og Helga Lísa fyrst í sama flokki.

Að unglingamótinu loknu tók við Íslandsmót í fjallahjólreiðum. Alls 25 keppendur voru skráðir til leiks. Hjólaðir voru 8 hringir í karlaflokki en 6 í unglinga- og kvennaflokki. Mikið hafði ringt dagana áður svo tréverkið í brautinni var fremur sleipt og eitthvað um að fólk var að detta. Ingvar Tindi tók forystu í karlaflokki á fyrsta hring og hélt henni til loka. Annar var Hafsteinn HFR og þriðji Bjarki HFR. Í kvennaflokki tók Kristín Edda HFR forystu á fyrsta hring og hélt henni til loka. Önnur var Erla Sigurlaug Tindi og þriðja Ágústa Edda Tindi. Kristínu Eddu var startað með konum og hjólaði sömu vegalengd en þar sem hún er í unglingaflokki fékk hún ekki sæti í heildarkeppninni. Þannig var Erla Sigurlaug krýndur Íslandsmeistari. Í unglingaflokki drengja var Gústaf Tindi fyrstur, annar var Heiðar Snær HFR og Kristinn HFR þriðji.Vesturgötuhjólreiðar 16. júlí 2016 13.júlí 2016  |  Albert Jakobsson

Vesturgötuhjólreiðar eða Svalvogahjólreiðar eru keppnisgrein á Hlaupahátíðinni í sjöunda sinn. Hjólað verður laugardaginn 16. júlí og er startað klukkan 10 frá íþróttahúsinu á Þingeyri. Keppt er í karla og kvennaflokki, einni vegalengd. Í ár verður einnig keppt í aldursflokkum og verða þeir 16-39 ára og 40 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum

Vesturgötuhjólreiðarnar verða einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og eigum við von á sterkustu hjólurum landsins til keppni

Skráning er hafin á hlaupahatid.is en eftir að forskráningu lýkur er hægt að nálgast gögn og skrá sig í versluninni CraftSport við Austurveg 2 á Ísafirði fimmtudaginn 14. júlí frá 16-18 og föstudaginn 15. júlí frá 12-18. Þeir sem ekki geta sótt gögnin sín þar geta nálgast þau við startið á Þingeyri frá klukkan 9 á keppnisdaginn. Notast er viðflögur í tímatökunni og eiga keppendur að festa þær á hjólið en leiðbeiningar fylgja með gögnunum. Einnig verður númer sem keppendur festa á hjólið sitt.

Drykkjarstöðvar verða á leiðinni en keppendur fá einnig hressingu að keppni lokinni, orkudrykk frá Ölgerðinni, vatn, vöfflur og fínerí.

 

 
Hjólreiðahelgi Greifans á Akureyri 2016 9.júlí 2016  |  Albert Jakobsson

 

 Það er svo mikið að gerast um Hjólreiðahelgi Greifans að öll fjölskyldan, parið eða einstaklingurinn finnur eitthvað að gera.. Það verða veitt um 100 verðlaun, allir frá gjöf frá greifanum og í sund og tugir útdráttarverðlauna í útsýnisflug, hvalasiglingu, jarðböðin, nammikörfur, hótelgistingar, Thule hjólafestingar, skráningargjald í önnur hjólamót og svo margt margt fleira.....

Ný Dönsk verður á Græna Hattinum og svo verða allir skemmtistaðir og pöbbar opnir. Og bara hjólarar á þeim öllum... Stemmingin í fyrra var frábær.

Þetta er sannarlega Hátíð eða jafnvel Útihátið Hjólreiðamanna enda afmarkað pláss fyrir Hjólara á tjaldsvæðinu...

Verðið er alltaf sanngjarnt.... afsláttarkóðar á mót hafir þú skráð þig á eitt HFA mót á fullu gjaldi, makaafsláttur, afslættir fyrir börn og unglinga hafi foreldrar keppt á móti og svo framvegis... Allt fyrir Alla

www.hjolak.is
Íslandsmeistaramót í tímatöku 2016 30.júní 2016  |  Albert Jakobsson

Okkar fólk stóð sig vel í kvöld á Íslandsmeistaramótinu. Bjarni Garðar er Íslandsmeistari karla í ITT, Margrét Páls hafnaði í öðru sæti á eftir Birnu Björns. Sæmi vann unglingaflokk í ITT. Fannar sigraði götuhjólaflokkinn og Stefán Haukur varð annar í H-40 flokki karla í ITT.
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]