HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Kynningarfundur HFR 18. október í HR kl 20-21 15.okt 2016  |  Helga María

Kynning á starfi HFR tímabilið 2016-2017 fer fram þriðjudaginn 18. október kl. 20-21 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík.

Umtalsverðar breytingar eru að verða starfsemi félagsins sem spennandi verður að kynna fyrir

ykkur.https://www.facebook.com/events/352627458410605/

 Uppskeruhátíð seinni sumaræfingarhóps HFR 5.okt 2016  |  Helga María

Jaðarinn-Bertahringur.
Snildardegi lokið þar sem hópur HFR krakka frá sumarnámskeiði HFR á aldrinum 8-15 ára létu ekki hávaðarok og bleytu trufla sig í hjólagleðinni og hjóluðu Jaðarinn eða Bertahring ásamt eldri unglingum HFR og fjöldann allan af foreldrum sem hjóluðu með eða aðstoðuðu við grillpartýið sem slegið var upp í lok hjólatúrsins í Heiðmörk við sumarhús Norska félagsins. 
Allir á sumarnámskeiðinu fengu svo viðurkenningu fyrir dugnaðinn og voru leyst út með gjöfum frá Erninum, Quiznos, Skemmtigarðurinn Grafarvogi og MS-kókómjólk. Sem sagt afturljós á hjólið til að vera sýnileg í skammdeginu, bjöllu til að gera vart við sig þegar tekið er framúr, út að borða á Quiznos og Kókómjólk til að fá orku og svo kemur hópurinn til með að fara í minigolf í Skemmtigarðinn fljótlega. 
Bestu þakkir til allra sem réttu okkur í HFR hjálparhönd og gerðu okkur kleift að gera þennan dag að veruleika. Þið eruð öll yndisleg. Þau sem verða ekki að æfa í vetur, hittumst hress á næsta sumarnámskeiði HFRLee McCormack á lei til Íslands í samstarf við HFR 14.sept 2016  |  Helga María

Lee McCormack

Einstakt tækifæri fyrir hjólreiðáhugafólk á Íslandi! 
Lee McCormack einn reynslumesti og þekktasti fjallahjóla-leiðbeinandi heims mun halda námskeið í samstarfi við HFR fyrir byrjendur sem lengra komna helgina 23-25.september. Lee McCormack hefur m.a. þjálfað landslið USA í BMX hjólreiðum, unnið með og þjálfað Brian Lopez einn þekktasta fjallahjólara heims og skrifað fjöldann allan af bókum um fjallahjólakennslu.
Um er að ræða námskeið í hálfan dag þar sem lögð er áhersla á að auka færni og tækni allra þeirra sem á námskeiðið koma, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir á öllum tegundum fjallahjóla. Kennslan er hugsuð fyrir Hardtail, XC, AM-trail, Enduro og jafnvel DH hjól. 
Farið verður yfir undirstöðuatriði í hjólafærni og tækni og unnið á getustigi sem hentar viðkomandi hóp.
Best kennslugæði fást með því að skrá sig í réttan hóp sem hentar getustigi. 

Námskeið verða haldin föstudag, laugardag og sunnudag 23-25.september frá kl.10 - 18 í tveimur hálfsdags námskeiðum pr. dag. Kennt verður í Öskjuhlíð og á nærliggjandi svæðum. 
23.sept Föstudagur kl.10 - 14: miðlungs vanir
23.sept Föstudagur kl.14 - 18: krakkar
24.sept Laugardagur kl.10 - 14: konuhópur
24.sept Laugardagur kl.14 - 18: vanir AM hjólarar
25.sept Sunnudagur kl.10 - 14: miðlungs + vanir.                                                                                            
25.sept Sunnudagur kl.14 - 18: unglingar+ miðlungs vanir

Gjald fyrir hálfsdags námskeið er 19.500 kr
Helga María gjaldkeri HFR skráir á exelskjal um leið og greiðsla hefur borist. Banki: 130-26-412089  kt.430194-2089 senda henni afrit af greiðslu og í hvaða holli þú vilt vera. helgagjaldkerihfr@gmail.com

 https://www.facebook.com/events/755577791252045/

leelikesbikes.com 
Frábær Tour of Reykjavík í dag 11.sept 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Kvennalið HFR varð í öðru sæti en fjölmargir HFR-ingar tóku þátt í dag

Ástæða er til að óska hjólasamfélaginu  til hamingju með daginn eftir frábærlega vel heppnaða Tour of Reykjavík sem fór fram í dag. Í fyrsta skipti næst að halda alvöru götuhjólakeppni í Reykjavík þar sem götum er lokað líkt og þekkist í flestum borgum í kringum okkur. Skapast við þetta einstök stemning sem er íþróttalífi borgarinnar til sóma. Íþróttabandalag Reykjavíkur á miklar þakkir skilið fyrir að standa straum af keppninni í samstarfi við hjólafélögin í Reykjavík.
 
Keppt var í nokkrum vegalengdum en lengsta vegalendin var 110km þar sem hjóluð var Nesjavallaleið og Mosfellsheiði til baka. Endað var á hring í borginni og svo var endamarkið við Laugardalshöll. Óhætt er að segja að úrslit í karlaflokki hafi verið mögnuð. Danski hjólreiðakappin Tobias Mörch gerði sér lítið fyrir og hjólaði frá hópnum eftir aðeins fáeina kílametra við Rauðavatn og náðist aldrei. Ljóst er að þarna er afar sterkur hjólreiðamaður á ferðinni enda hélt hann aftur af stórum hópi sterkra hjólreiðamanna.
 
Í kvennaflokki náðu þær Ágústa Edda og Erla Sigurlaug að slíta sig frá í brekkunum á henglinum og hjóluðu eftir það saman uns Erla vann í spennandi endasprett. 
 
Óstaðfest úrslit má finna hér:
http://www.timataka.net/tourofreykjavik2016/urslit
 
Keppnin gekk í heild sinni nokkuð vel fyrir sig en eðlilega voru nokkrar tafir á umferð í borginni vegna keppninnar við mismiklar undirtektir ökumanna. Mikill fjöldi sjálfboðaliða lagði mikla vinnu á sig við gæslu og undirbúning og er ástæða til að færa þeim sérstakar þakkir.
 
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]