HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Góðar gjafir til Hjólreiðafélags Reykjavíkur 9.jan 2017  |  Helga María

GÓÐAR GJAFIR TIL HJÓLREIÐAFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Uppbygging á barna og unglingastarfi HFR hefur staðið í miklum blóma undanfarin ár og er sérstaklega ánægjulegt hversu margir æfa hjá okkur í vetur þar sem þetta er bara annar veturinn sem við erum að bjóða upp á vetraræfingar þar sem boðið er upp á inni æfingar í mesta kuldanum og hefur fjölgað umtalsvert hjá HFR. Í vetur æfa 25 ungmenni á fullu með félaginu og mæta eins oft og þau geta en úrval æfingartíma er fjölbreyttur og sveigjanlegur svo allir geti mætt þegar þeim henntar þó þau æfi aðrar íþróttir líka.

HFR var svo lánsamt að fá í haust gjafir frá 6. hjólreiðaverslunum svo hægt sé að bjóða þeim sem ekki eiga Racer eða Cross hjól að stunda sínar æfingar í íþróttahúsi HFR við Stórhöfða. Verslanirnar gáfu HFR hjól í barna og unglingastærðum og eins fylgdu trainerar sumum hjólunum. HFR vill þakkar SÉRSTAKLEGA fyrir þessar frábæru gjafir sem hafa nýst einstaklega vel það sem af er vetri og hafa hjólin alltaf verið í notkuná öllum æfingum barna og unglinga.

Hjólin eru talin upp í stafrófsröð.

BMC: ÚTHALD Flatahrauni 31 Hafnarfirði
http://uthald.is/collections/bmc

CUBE: TRÍ Suðurlandsbraut 32 Reykjavík
http://www.tri.is/cube-reidhjol/

FOCUS: HJÓLASPRETTUR Dalshrauni 13 Hafnarfirði http://hjolasprettur.is/verslun/reidhjol/herrar/

SCOTT: MARKIÐ Ármúla 40 Reykjavík
http://markid.is/voruflokkur/scott-hjol/

SPECIALIZED: KRÍA Grandagarður 7 Reykjavík https://www.kriacycles.com/collections/mens-road

TREK: ÖRNINN Faxafeni 8 Reykjavík
http://www.orninn.is/products/c/gkXTy3Na3/Racer

Enn og aftur þakkar HFR verslununum innilega fyrir þessar frábæru gjafir og hvetjum félagsmenn til að versla við þessa aðilaJóla og nýárskveðja 28.des 2016  |  Helga MaríaJÓLAHJÓLAÆFING HFR 7.des 2016  |  Helga María

Munið Jólahjólaæfingu HFR 11 desember kl. 09:30 við Nauthól. Upp við brú 09:50-09:55

Fjölmennum á HFR æfingu á sunnudaginn og tökum vel á því. Enginn verður skilinn eftir en allir verða taka vel á því.

 


UPPSKERUHÁTÍÐ HFR 2016 2.des 2016  |  Helga María

Hjólreiða karl og kona HFR 2016 Hafsteinn Ægir og Kristín Edda

Uppskeruhátíð Hjólreiðafélags Reykjavíkur var haldið laugardaginn 26. Nóvember þar sem hátt í 60 manns mættu í hádegisverðarhlaðborð og nutu þess að vera saman og gera upp árið 2016. 

Veittar voru viðurkenningar í yngri hóp barna og unglinga fyrir bestu tæknina, bestu framfarir, bestu mætingar og ástundun ásamt prúðmannlegri og íþróttalegri framkomu á æfingum. Að þessu sinni voru valin: Anna Valgerður, Bergdís Eva, Breki Blær, Davíð, Helga Lísa, Íris Arna, Ísabella, Jóhann, Matthías, Stefán og Steinar 

Í eldri hóp unglinga voru veitt verðlaun fyrir ástundun og framfrarir ásamt bestu bætingu á árinu: Þau sem hlutu viðurkenningu voru: Guðni Freyr, Kristinn og Kristín Edda. 

Veitt voru verðlaun fyrir hið árlega Donuts innanfélagsmót HFR og vorun hin margeftirsóttu Donuts verðlaun veitt ásamt sigurvegarar í áti flestra Donuts hringja og frumlegasta búninginn í keppninni. DONUTS sigurvegarar voru. Kristín Edda og Fannar. átmeistari var Sólon Nói og frumlegasta búning skartaði Bjarni Már sem klæddist sundbol af gamalli frænku. Í barna og unglingaflokki sigraði Bergdís Eva og bræðurnir Kristján Uni og Eyþór Óli

Að lokum var svo ljostrað upp hverjir urðu fyrir valinu Hjólreiða karl og kona HFR 2016  Kristín Edda Sveinsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson hlutu titlana að þessu sinni og eru vel að þeim komin.

Til hamingju allir HFR ingar fyrir frábært ár og marga sigra.

Árið 2017 verður mikið spennandi og kemur örugglega með óvænta strauma  

 
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]