HFR  Ćfingar & mót  Heiđmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagiđ | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Lee McCormack á lei til Íslands í samstarf viđ HFR 14.sept 2016  |  Helga María

Lee McCormack

Einstakt tækifæri fyrir hjólreiðáhugafólk á Íslandi! 
Lee McCormack einn reynslumesti og þekktasti fjallahjóla-leiðbeinandi heims mun halda námskeið í samstarfi við HFR fyrir byrjendur sem lengra komna helgina 23-25.september. Lee McCormack hefur m.a. þjálfað landslið USA í BMX hjólreiðum, unnið með og þjálfað Brian Lopez einn þekktasta fjallahjólara heims og skrifað fjöldann allan af bókum um fjallahjólakennslu.
Um er að ræða námskeið í hálfan dag þar sem lögð er áhersla á að auka færni og tækni allra þeirra sem á námskeiðið koma, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir á öllum tegundum fjallahjóla. Kennslan er hugsuð fyrir Hardtail, XC, AM-trail, Enduro og jafnvel DH hjól. 
Farið verður yfir undirstöðuatriði í hjólafærni og tækni og unnið á getustigi sem hentar viðkomandi hóp.
Best kennslugæði fást með því að skrá sig í réttan hóp sem hentar getustigi. 

Námskeið verða haldin föstudag, laugardag og sunnudag 23-25.september frá kl.10 - 18 í tveimur hálfsdags námskeiðum pr. dag. Kennt verður í Öskjuhlíð og á nærliggjandi svæðum. 
23.sept Föstudagur kl.10 - 14: miðlungs vanir
23.sept Föstudagur kl.14 - 18: krakkar
24.sept Laugardagur kl.10 - 14: konuhópur
24.sept Laugardagur kl.14 - 18: vanir AM hjólarar
25.sept Sunnudagur kl.10 - 14: miðlungs + vanir.                                                                                            
25.sept Sunnudagur kl.14 - 18: unglingar+ miðlungs vanir

Gjald fyrir hálfsdags námskeið er 19.500 kr
Helga María gjaldkeri HFR skráir á exelskjal um leið og greiðsla hefur borist. Banki: 130-26-412089  kt.430194-2089 senda henni afrit af greiðslu og í hvaða holli þú vilt vera. helgagjaldkerihfr@gmail.com

 https://www.facebook.com/events/755577791252045/

leelikesbikes.com Frábćr Tour of Reykjavík í dag 11.sept 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Kvennaliđ HFR varđ í öđru sćti en fjölmargir HFR-ingar tóku ţátt í dag

Ástæða er til að óska hjólasamfélaginu  til hamingju með daginn eftir frábærlega vel heppnaða Tour of Reykjavík sem fór fram í dag. Í fyrsta skipti næst að halda alvöru götuhjólakeppni í Reykjavík þar sem götum er lokað líkt og þekkist í flestum borgum í kringum okkur. Skapast við þetta einstök stemning sem er íþróttalífi borgarinnar til sóma. Íþróttabandalag Reykjavíkur á miklar þakkir skilið fyrir að standa straum af keppninni í samstarfi við hjólafélögin í Reykjavík.
 
Keppt var í nokkrum vegalengdum en lengsta vegalendin var 110km þar sem hjóluð var Nesjavallaleið og Mosfellsheiði til baka. Endað var á hring í borginni og svo var endamarkið við Laugardalshöll. Óhætt er að segja að úrslit í karlaflokki hafi verið mögnuð. Danski hjólreiðakappin Tobias Mörch gerði sér lítið fyrir og hjólaði frá hópnum eftir aðeins fáeina kílametra við Rauðavatn og náðist aldrei. Ljóst er að þarna er afar sterkur hjólreiðamaður á ferðinni enda hélt hann aftur af stórum hópi sterkra hjólreiðamanna.
 
Í kvennaflokki náðu þær Ágústa Edda og Erla Sigurlaug að slíta sig frá í brekkunum á henglinum og hjóluðu eftir það saman uns Erla vann í spennandi endasprett. 
 
Óstaðfest úrslit má finna hér:
http://www.timataka.net/tourofreykjavik2016/urslit
 
Keppnin gekk í heild sinni nokkuð vel fyrir sig en eðlilega voru nokkrar tafir á umferð í borginni vegna keppninnar við mismiklar undirtektir ökumanna. Mikill fjöldi sjálfboðaliða lagði mikla vinnu á sig við gæslu og undirbúning og er ástæða til að færa þeim sérstakar þakkir.
 
Frábćrt lokamót í fjallahjólreiđum í Grafarholti 2.sept 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Unga kynslóđin fjölmennti og stóđ sig frábćrlega í krefjandi braut

Veðrið lék við keppendur í 4. bikar í fjallahjólreiðum sem fór fram í gærkvöldi í Leirdal í Grafarholti. Keppt var í nýrri keppnisbraut sem þó hefur verið í þróun í um tvö ár. Aðstæður til keppni voru frábærar en brautin var hins vegar nokkuð þurr og því lítið grip á nokkrum stöðum. Brautin er afar fjölbreytt og kallar á úthald og tækni en boðið er upp á mikið klifur í brautinni. Börn og unglingar fjölmenntu í keppninni og stóðu þau sig einstaklega vel í erfiðri braut.

Í karlaflokki sigraði Ingvar Ómarsson örugglega en hann hefur sigrað öll bikarmót í fjallahjólreiðum á árinu. Bjarki Bjarnason varð annar og Steinar Þorbjörnsson þriðji. Í kvennaflokki sigraði Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir varð önnur og Kristín Edda Sveinsdóttir þriðja. 

26 tommu baráttuverðlaunin hlaut Ísabella sem keppti í yngsta aldursflokki. Hún sýndi mikinn baráttuanda og þolgæði. Hún varðveitir farandbikar í eitt ár en fyrri verðlaunahafar eru ekki ómerkari menn en Ármann Gylfason og Fannar Gíslason. 

Í mótslok borðuðu keppendur og aðstantandendur ljúfengan grjónagraut sem Benni kokkur lagaði af stakri snilld. Fullt af góðum verðlaunum voru loks dregin út í mótslok og viljum við þakka Hagkaup, Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu og Hleðslu fyrir stuðninginn. Að lokum verður að færa sjálfboðaliðum úr röðum HFR-inga kærar þakkir – svona mót eru óhugsandi án ykkar.

Úrslit keppninnar má finna hér með fyrirvara um villur:

https://notendur.hi.is/~aj/reynisvatn2016/
Ný ćfinga- og félagsađstađa HFR 30.ágúst 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Ný ćfinga- og félagsađstađa HFR verđur ađ Stórhöfđ 17
Óhætt er að fullyrða að bylting sé framundan í æfinga- og félagsaðstöðu fyrir Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Samningar hafa náðst um að félagið fái aðstöðu í húsnæði Veggsports að Stórhöfða 17. Þar er fullkomin lyftingaaðstaða, þreksalur með margvíslegum tækjum og tólum, stöðvar fyrir ólympískar lyftingar, góð búningsaðstaða, gufubað svo dæmi sé tekið. Einnig er húsnæðið vel staðsett með tillitli til hjólaleiða. Góð aðstaða verður fyrir traineræfingar og verður sett upp aðstaða til þrekprófana á staðnum.
 
Vinna er hafin að undirbúa tímatöflu fyrir vetraræfingar HFR, bæði í lyftingum og hjólaæfingum en ljóst er að aðstaðan býður upp á nánast takmarkalausa æfingamöguleika fyrir okkur, sérstaklega þegar veturinn leggst yfir. Það hefur verið sérstaklega erfitt að bjóða börnum og unglingum upp á æfingar að vetri til en þeim reynist erfiðara að hjóla í vetrarfærð en þeim sem eldri eru. Loks er ánægjulegt að félagið mun nú geta boðið upp á lyftingaaðstöðu að sumri til en þjálfarar okkar hafa endregið mælt með því hjólreiðamenn haldi styrkaræfingum áfram inn í keppnistímabilið. 
 
Þessi aðstaðan verður opin alla virka daga frá klukkan 07:00-21:00 en eitthvar skemur um helgar. Aðgangur verður fyrir alla þá sem æfa með HFR. 
 
Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Við eigum a.m.k. tvo góða mánuði eftir af útihjólreiðum og keppnum. Eftir það munu skipulagðar æfingar hefjast á nýjum stað en aðstaðan mun samt opnast okkur nokkru fyrr. Þessi aðstaða mun gera okkur kleift að mæta sterkari og samhentari en áður til leiks.
 
Stjórn HFREldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafđu samband ]